Vegagerðin gerð afturreka með útboð Hríseyjarferju

Í úrskurðinum kemur fram að m.a. hafi verið gerð sú …
Í úrskurðinum kemur fram að m.a. hafi verið gerð sú krafa til tilboðsgjafa að eigið fé þeirra væri jákvætt og að þeir legðu fram endurskoðaða ársreikninga fyrir árin 2020 og 2021. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Kærunefnd útboðsmála hefur ógilt ákvörðun Vegagerðarinnar um að ganga til samninga við óstofnað einkahlutafélag um rekstur Hríseyjarferju, en úrskurður þar um var felldur í tveimur málum sem risu vegna útboðsins.

Í öðru tilvikinu var Vegagerðinni gert að greiða tilboðsgjafa skaðabætur en málskostnað kærenda í báðum málunum.

Í úrskurðinum kemur fram að m.a. hafi verið gerð sú krafa til tilboðsgjafa að eigið fé þeirra væri jákvætt og að þeir legðu fram endurskoðaða ársreikninga fyrir árin 2020 og 2021.

Í tilviki hins óstofnaða einkahlutafélags hafi engum ársreikningum verið til að dreifa og því hafi Vegagerðin lagt persónuleg skattframtöl eiganda félagsins til grundvallar.

Taldi kærunefndin að sú ákvörðun Vegagerðarinnar væri frávik frá útboðsgögnum, enda hefði Vegagerðin ekki breytt gögnunum á þann hátt að kveðið væri á um með hvaða hætti mat yrði lagt á fjárhagslegt hæfi einstaklinga.

Meira í Morgunblaðinu í dag, þriðjudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert