Þingfestingu í Ólafsfjarðarmálinu frestað

Málið verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra þriðjudaginn 10. október.
Málið verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra þriðjudaginn 10. október. mbl.is/Þorsteinn

Þingfestingu vegna manndrápsins sem átti sér stað á Ólafsfirði síðasta haust hefur verið frestað um tvær vikur.

Ástæða frestunarinnar má rekja til þess að verjandi sakborningsins er einnig á meðal verjanda í hinu svokallaða Bankastæti Club-máli, en aðalmeðferð málsins hófst í gær og stendur yfir fram í næstu viku.

Þetta staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í samtali við mbl.is. Að sögn Kolbrúnar stendur nú til að þingfesting fari fram eftir tvær vikur, þriðjudaginn 10. október klukkan 15.30. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert