3,3 stiga skjálfti við Krýsuvík

Skjálftinn varð norðnorðaustur af Krýsuvík.
Skjálftinn varð norðnorðaustur af Krýsuvík. Kort/Veðurstofa Íslands

Jarðskjálfti upp á 3,3 stig varð 4,8 km norðnorðaustur af Krýsuvík um hálfsexleytið í morgun.

Að sögn Bjarka Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands, hefur verið töluverð skjálftavirkni alla vikuna á Reykjanesskaga.

Bjarki segir hrinu til að mynda vera í gangi í nágrenni Krýsuvíkur og einnig út frá Reykjanestá og bætir við að Veðurstofan fylgist vel með gangi mála. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert