Tveir skjálftar yfir þremur stigum

Tveir skjálftar yfir þremur stigum mældust í kvöld.
Tveir skjálftar yfir þremur stigum mældust í kvöld. Kort/Map.is

Tveir skjálftar 3,1 að stærð mældust í kvöld á Reykjanesskaganum.

Sá fyrri mældist 5,7 kílómetra norðaustur af Krýsuvík klukkan 18.42, en sá síðari mældist klukkan 21.32 vestan við Grindavík. 

Alls hafa mælst 261 skjálfti síðustu tvo sólarhringa.

mbl.is

Bloggað um fréttina