Ný starfsemi á Sunnutorgi innan tíðar

Húsnæði er mjög ill farið og þarfnast mikilla endurbóta.
Húsnæði er mjög ill farið og þarfnast mikilla endurbóta. mbl.is/sisi

Von er á nýrri starfsemi á Sunnutorgi við Langholtsveg í Laugardalnum sumarið 2025.

Þetta kem­ur fram í svari Reykja­vík­ur­borg­ar við fyr­ir­spurn mbl.is. 

Sunnutorg var upprunalega auglýst til leigu í september 2017 og hefur reynst vandasamt að finna leigutaka tilbúin að taka við húsnæðinu sem hefur verið í niðurníðslu síðustu ár.

Reykjavíkurborg óskaði eftir samstarfsaðilum og leigutökum að húsinu síðastliðinn nóvember, en bárust engin gild tilboð í útboðinu. Seinna meir bárust fyrirspurnir frá tveimur aðilum sem höfðu áhuga á húsnæðinu.

Sú tillaga sem varð fyrir valinu féll betur að væntingum Reykjavíkurborgar á starfsemi sem þau vilja sjá á torginu. Tillagan verður formlega tilkynnt þegar samningaviðræðum hafa lokið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert