Íslendingurinn fluttur á sjúkrahús

Farþegaþotan á flugvellinum í Bangkok í dag.
Farþegaþotan á flugvellinum í Bangkok í dag. AFP

Íslendingurinn sem var í farþegaþotu Singapore Airlines, er hún varð fyrir mikilli ókyrrð á leið frá Lundúnum til Singapúr í gær, er einn þeirra mörgu farþega sem fluttir voru á sjúkrahús í Bangkok í Taílandi eftir að þotan lenti á flugvelli borgarinnar.

Frá þessu greinir ríkisútvarpið og hefur eftir kjörræðismanni Íslands í taílensku höfuðborginni að beðið sé eftir upplýsingum frá sjúkrahúsinu.

Einn Íslend­ing­ur var á meðal 221 farþega í þot­unni eins og greint var frá á mbl.is í gær.

Fluttir á tvö sjúkrahús

Að minnsta kosti 104 farþegar slösuðust í atvikinu og tuttugu eru á gjörgæslu.

Var þeir slösuðu fluttir á tvö sjúkrahús í Bangkok.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka