Dregið á asnaeyrum

Laugardalurinn. Fjær eru Laugarnes og hafnarsvæðin.
Laugardalurinn. Fjær eru Laugarnes og hafnarsvæðin. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Þungt hljóð var í foreldrum barna í Laugalækjarskóla á fundi sem haldinn var þar sl. þriðjudag, þar sem áform borgaryfirvalda um byggingu nýs gagnfræðaskóla í Laugardal voru til umræðu. Þetta segir Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur, í samtali við Morgunblaðið og bætir því við að foreldrarnir hafi upplifað þessi tíðindi sem svik.

Segir hún að með þessu, verði það niðurstaðan, yrði fallið frá að byggja við skólana þrjá sem fyrir eru í hverfinu, Laugarnesskóla, Laugalækjarskóla og Langholtsskóla, en samkomulag hafði þó verið gert haustið 2022 um að farin yrði sú leið. Ákvörðun um viðbyggingar við skólana þrjá var tekin fyrir hálfu öðru ári í kjölfar mikilla mótmæla og undirskrifta foreldra skólabarna í Laugardal, þar sem hugmyndum um byggingu nýs skóla var illa tekið.

Á fundinum segir hún að harðlega hafi verið gagnrýnt að til stæði að taka endanlega ákvörðun í málinu 10. júní nk., þegar skólaári væri að ljúka. „Það var upplifun fólks á fundinum að þessum borgarstjórnarmeirihluta væri fyrirmunað að vinna með borgarbúum. Ég held að þetta sé sjónarspil og leikaraskapur og verið sé að draga fólk á asnaeyrunum.“

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert