Stórliðið réði ítalskan þjálfara

Francesco Farioli á hliðarlínunni í leik Nice á nýafstöðnu tímabili.
Francesco Farioli á hliðarlínunni í leik Nice á nýafstöðnu tímabili. AFP/Christophe Simon

Hollenska stórveldið Ajax hefur ráðið Ítalann Francesco Farioli í starf knattspyrnustjóra karlaliðsins. Skrifaði Farioli undir samning sem gildir til sumarsins 2027.

Farioli, sem er 35 ára gamall, stýrði síðast liði Nice í frönsku 1. deildinni og hafði áður stýrt liðum Alanyaspor og Fatih Karagümrük í Tyrklandi.

Hann verður fyrsti Ítalinn sem stýrir Ajax, sem átti vonbrigðatímabil og hafnaði í fimmta sæti hollensku úrvalsdeildarinnar.

Hinn tvítugi Kristian Nökkvi Hlynsson er leikmaður Ajax.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert