Annar skjálfti vestar á skaganum

Skjálftinn varð í kjölfar annars skjálfta austar á Reykjanesskaga sem …
Skjálftinn varð í kjölfar annars skjálfta austar á Reykjanesskaga sem reið yfir í morgun. Kort/map.is

Skjálfti af stærðinni 3,2 varð skammt vestur af Fagradalsfjalli nú laust fyrir klukkan tíu.

Varð hann í kjölfar annars og stærri skjálfta sem reið yfir við Kleifarvatn um klukkan hálf sex í morgun.

Töluverð skjálftavirkni hefur verið þessa vikuna á Reykjanesskaga, ekki síst úti fyrir skaganum við Reykjanestá.

Rúmur mánuður er liðinn síðan Morgunblaðið greindi frá því að landris væri hafið að nýju á Reykjanesskaga, eftir að eldgosinu við Litla-Hrút lauk þann 5. ágúst.

Fram kom að landris hefði ekki mælst svo snemma eftir að tveir fyrri jarðeldarnir slokknuðu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert