Ríkisstjórnin rúin trausti en ekki ákall um kosningar

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, setur spurningamerki við að Bjarni …
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, setur spurningamerki við að Bjarni véfengi álit umboðsmanns. Samsett mynd/Árni Sæberg/Kristinn Magnússon

„Ég tel ákvörðun Bjarna Benediktssonar vera einu rökréttu niðurstöðuna í ljósi álits Umboðsmanns Alþingis. Mér finnst virðingavert af honum af honum að taka þessa ákvörðun,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.  

Engu að síður setur hún spurningamerki við það að Bjarni véfengi álit umboðsmanns líkt og hann gerði á fundinum.

„Það gefur til kynna að lærdómur verði ekki dreginn af þessum stóru mistökum af hans hálfu og annarra í ríkisstjórninni,“ segir Þórhildur Sunna.

Þjóðin ekki að kalla eftir kosningum

Spurð hvort hún búist við því að ríkisstjórnin lifi þessar vendingar af segir Þórhildur:

„Mér finnst mikilvægt að fulltrúar ríkistjórnarinnar íhugi stöðu sína. Mér finnst ríkisstjórnin rúin trausti þar sem hún hafi staðið þétt að baki fjármálaráðherra með þessum skýringum um að hann hafi haft fullkomið hæfi til að standa að þessari sölu eins og hann gerði. Þess vegna er full ástæða fyrir ríkisstjórnina að íhuga hvort hún hafi þetta umboð áfram,“ segir Þórhildur Sunna.

En eru þið tilbúin í kosningar ef svo ber undir?

„Ég veit ekki hvort það komi til nýrra kosninga. Ég held að þjóðin sé ekkert endilega að kalla eftir því,“ segir Þórhildur Sunna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert