Aukinn straumur austur

Stuðlagil er orðið landsfrægt fyrir fegurð sína.
Stuðlagil er orðið landsfrægt fyrir fegurð sína. mbl.is

„Við erum að þokast í rétta átt með að ná betri dreifingu ferðamanna um landið,“ segir Arnar Már Ólafsson ferðamálastjóri. Mikil aukning hefur verið í aðsókn ferðamanna að náttúruperlum á Austurlandi og á Vestfjörðum síðasta árið. Þetta sýna tölur Ferðamálastofu.

Þar má sjá að 35% fjölgun var á gestum í Stuðlagil á Austurlandi í ár miðað við í fyrra. Alger sprenging hefur orðið í aðsókn síðustu tvö ár. Gestafjöldinn hefur nær tvöfaldast frá 2021 og í ár hafa tæplega 188 þúsund manns komið þangað.

Enn meiri hlutfallsleg aukning hefur orðið í aðsókn að Dynjanda í Arnar­firði, stærsta fossi á Vestfjörðum. Um 143% fjölgun gesta var þar milli ára en þeir eru um 113 þúsund í ár.

Flestir ferðamenn fara að Geysi. Alls hafa 1.283.727 ferðamenn komið þangað í ár og hefur þeim fjölgað um 11% miðað við árið í fyrra. Heildarfjöldi ferðamanna sem hafa komið til landsins í ár er 1.731.256 og því hafa um 74% þeirra lagt leið sína að Geysi. Mælirinn á efra svæði Gullfoss sýnir að þangað hafa komið 734.165 gestir og nemur fjölgun gesta þar 20% milli ára. Gestir í Fjaðrárgljúfri eru 262 þúsund í ár og hefur fjölgað umtalsvert frá því í fyrra, eða um 19%.

„Staðir eins og Stuðlagil, Reynisfjara, Fjaðrárgljúfur, Dynjandi og flakið á Sólheimasandi eru dæmi um staði sem ferðamenn vilja sjá og flykkjast að. Þessir staðir hafa öðlast ákveðna frægð í gegnum samfélagsmiðla og áhrifavalda,“ segir Arnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert