Nýr samningur gerður um Herjólf

Bergþóra Þorkelsdóttir og Íris Róbertsdóttir skrifa undir samninginn.
Bergþóra Þorkelsdóttir og Íris Róbertsdóttir skrifa undir samninginn. Ljósmynd/Vegagerðin

Skrifað var undir endurnýjaðan þjónustusamning um rekstur Herjólfs í gær en það gerðu Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar og Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.

Samningurinn gildir frá 1. janúar 2024 til 31. desember 2026 með möguleika á framlengingu í tvö ár til viðbótar. Hann byggist á reynslu síðustu ára í rekstri Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs sem Herjólfur ohf. hefur séð um fyrir Vestmannaeyjabæ. Verðmæti samningsins er áætlað á ársgrundvelli 818 milljónir króna en er háð fjárveitingum ríkissjóðs á hverju ári.

Lærdómsrík reynsla

Fram kemur á heimasíðu Vegagerðarinnar að reynsla í rekstri skipsins hafi verið lærdómsrík þar sem verið sé að láta reyna á nýja tækni á rafmagnsknúnu skipi, tengiltvinnferju. Skipið hafi reynst vel í alla staði og horfi aðilar samnings bjartsýnir fram á veg í framtíð siglinga með Herjólfi á milli lands og Eyja.

Fram kom í september að rekstrartekjur Herjólfs ohf. námu tæpum 1,9 milljörðum króna á síðasta ári og jukust um 200 milljónir frá fyrra ári. Rekstrargjöld námu 1,9 milljörðum króna en námu 1,4 milljörðum árið áður. Framlag ríkissjóðs nam 766 milljónum króna og seld þjónusta 986 milljónum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert