Bíða svara um hvort maturinn fór í dreifingu

Matvælin voru geymd við óheilnæmar aðstæður.
Matvælin voru geymd við óheilnæmar aðstæður. Ljósmynd/Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur er enn með mál matvælalagers í Sóltúni í rannsókn. Það bíður nú  svara frá Vy-þrifum sem skráð er fyrir lagernum um það hvort matvælum hafi verið drefit til veitingastaða eða verslana ogt hefur fyrirtækið til 14. nóvember til að afhenda eftirlitinu allar upplýsingar um dreifingu matvælanna.

Fram kemur í skriflegu svari frá Reykjavíkurborg að aðallega sé horft til þeirra staða sem hafa bein tengsl við viðkomandi fyrirtæki, en ekki hefur tekist að sýna fram á að matvæli frá matvælalagernum hafi farið í dreifingu til veitingastaða.

Heilbrigðiseftirlitið sendi fjölmiðlum svarta skýrslur þar sem m.a kemur að starfsmenn á vegum fyrirtækisins hafi reynt að skjóta matvælum undan þegar heilbrigðiseftirlitið bar að garði.

Fram kom í skýrslunni að eftirlitið taldi matvælin óhæf til neyslu en þau höfðu verið geymd í óhreinu rými sem ekki var meindýrahelt. Fundust bæði lifandi og dauðar rottur og mýs innan um matvælin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert