Neyðarstig: Grindavík rýmd

Björgunarsveitarmenn að störfum við rýmingu í nótt.
Björgunarsveitarmenn að störfum við rýmingu í nótt. mbl.is/Eyþór Árnason

Neyðarstigi hefur verið lýst yfir í Grindavík og bærinn verður rýmdur. 

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, segir að ekki sé hægt að útiloka að kvikugangur nái að Grindavík.

„Nýjustu gögn sem Veðurstofan lét okkur hafa sýna talsverða færslu og stóran kvikugang sem er að myndast og getur opnast og legið frá suðvestri til norðausturs,“ segir Víðir.

Ekki upplifað eins atburði í fimmtíu ár

Er öllum bæjarbúum skylt að rýma bæinn. Rauði krossinn, lögregla og björgunarsveitir verða eftir í bænum, ásamt lykilstarfsfólki bæjarins.

Það er ljóst að við erum að fást við atburði sem Íslendingar hafa ekki upplifað síðan það gaus í Vestmannaeyjabæ. Við tókumst á við það saman og við munum takast á við þetta saman,“ segir Víðir.

Hann biður íbúa um að vera yfirvegaða – ekki sé um að ræða neyðarrýmingu. Ákvörðun um að rýma hafi verið tekin svo íbúar geti gefið sér nægan tíma.

Ekki nauðsynlegt að koma við

Þeir sem eru á bíl eru beðnir um að taka upp gangandi farþega hafi þeir tök á því.

Ekki er nauðsynlegt að koma við í skráningarstöð Grindavíkurbæjar.

Hér er áfram fylgst með þessari hröðu atburðarás:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert