Umsóknum um lán fer fækkandi hjá Menntasjóði

Hrafnhildur Ásta segir að arið 2011 hafi verið u.þ.b. tólf …
Hrafnhildur Ásta segir að arið 2011 hafi verið u.þ.b. tólf þúsund umsóknir um lán, en strax næstu ár hafi þeim fækkað mjög mikið. Í ár voru 5.800 umsóknir um lán hjá sjóðnum, að sögn Hrafnhildar. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Umsóknum um lán hjá Menntasjóði námsmanna hefur fækkað síðustu ár og hægt að sjá marga samverkandi þætti sem geta skýrt það.

Þetta segir Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri Menntasjóðs.

„Ef við erum að skoða bara stutt tímabil er fækkunin ekki svo mikil, en þó nokkur, en ef við förum alveg aftur til ársins 2011 þegar lánsumsóknir voru í sögulegu hámarki er fækkunin mikil frá þeim tíma.“

Aðsókn í nám í toppi eftir hrun

Hrafnhildur Ásta segir að í kjölfar bankahrunsins hafi verið mikið átak til þess að fólk færi í nám enda mikið atvinnuleysi.

„Árið 2011 voru u.þ.b. tólf þúsund umsóknir um lán, en strax næstu ár fækkaði þeim mjög mikið. Í ár voru 5.800 umsóknir um lán hjá sjóðnum.“

Það sama gerðist ekki í heimsfaraldrinum árið 2020. Hrafnhildur telur að fólk hafi hugsað að faraldurinn myndi ganga hratt yfir og einnig sé líklegt að ungt fólk hafi ekki treyst sér í fjarnám þegar það væri að hefja háskólanám.

Búa lengur heima

„Svo virðist vera sem fleiri ungmenni búi lengur heima heldur en var, enda byrja þau yngri í háskóla. Þá minnkar þörfin fyrir námslán. Húsnæðismarkaðurinn er líka erfiður og ekki einfalt fyrir fólk að fara í nám og vera á leigumarkaði.“

Hún segist líka hafa orðið vör við að fleiri nemendur séu í hlutanámi með vinnu, en hlutanám er ekki lánshæft.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert