Allir viðbragðsaðilar hafa verið kallaðir burt úr Grindavík, segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar.
Veðurstofan hefur sent tilmæli til almannavarna að líkur á eldgosi hafi aukist frá því í morgun og eldgos geti hafist hvenær sem er á næstu dögum.
Þá benda líkön til þess að kvika geti komið upp á syðri enda kvikugangsins rétt utan Grindavíkur.
Í ljósi þess hafa allir viðbragðsaðilar verið kallaði burt frá Grindavík og því enginn í bænum þessa stundina.