Gististarfsemi ýtt út í jaðrana

mbl.is/Arnþór

Björn Axelsson, skipulagsfulltrúi Reykjavíkurborgar, segir borgina sennilega vera með hvað stífastar reglur af sveitarfélögum landsins hvað viðkemur skammtímaleigu íbúða. Óheimilt sé að breyta íbúðum í gististarfsemi á íbúðarsvæðum og mörgum svæðum innan miðborgarinnar.

Björn skýrir að heimilt sé að vera með skammtímaleigu á uppbyggingarreitum, en Bríetartún stendur einmitt innan eins slíks. Ákvörðunin um að veita íbúðunum gistileyfi var tekin af skipulagsyfirvöldum borgarinnar. „Það var metið á þessum tíma að þetta ætti að ganga upp hvað þennan reit varðar,“ segir Björn.

Í samræmi við stefnu borgarinnar

Björn nefnir að mikið sé um hótel á svæðinu. Stefna borgarinnar sé að beina gististarfsemi í auknum mæli út úr miðborginni og út í jaðra hennar. Til dæmis við Bríetar- og Borgartún. „Við höfum reynt að fría miðborgina og ýta þessu inn á aðalgötur eða sérstaka uppbyggingarreiti,“ segir Björn.

Þetta er því að hans sögn alveg í samræmi við stefnu borgarinnar. Hann bendir á að borgin hafi einnig verið að herða reglur í tengslum við gistirými. „Fólk hefur fundið gloppur í kerfinu og við herðum reglurnar alltaf smátt og smátt til að halda betur utan um þetta,“ segir Björn.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert