Ítrekaði áframhaldandi stuðning við Úkraínu

Bjarni Benediktsson utanaríkisráðherra.
Bjarni Benediktsson utanaríkisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra ítrekaði áframhaldandi stuðning Íslands við Úkraínu á tveggja daga utanríkisráðherrafundi Atlantshafsbandalagsins sem lauk í Brussel í dag.

Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins en stríðsrekstur Rússlands gegn Úkraínu, undirbúningur leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins í Washington í júlí á næsta ári, staðan á vestur-Balkanskaga og átökin fyrir botni Miðjarðarhafs voru þau mál sem efst voru á baugi á fundinum.

„Ég fagna þeirri miklu einingu sem fram kom meðal bandalagsríkja enda stöndum við frammi fyrir afar krefjandi áskorunum í Evrópu og víðar á alþjóðavettvangi. Í ljósi þess hefur mikilvægi Atlantshafsbandalagsins sjaldan eða aldrei verið meira.

Það er staðfastur vilji bandalagsríkja að styðja Úkraínu með ráðum og dáð. Fundurinn undirstrikar með skýrum hætti að öryggi Úkraínu er órjúfanlegur hluti þess að tryggja öryggi og frið í Evrópu. Ég ítrekaði áframhaldandi aðstoð Íslands til Úkraínu,“ segir Bjarni Benediktsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert