Borgin með 17 upplýsingafulltrúa og ritstjórn

Á upplýsingadeild ráðhússins starfa átta upplýsingafulltrúar. Á þetta benti Marta …
Á upplýsingadeild ráðhússins starfa átta upplýsingafulltrúar. Á þetta benti Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks.

Alls eru 17 upplýsingafulltrúar að vinna hjá Reykjavíkurborg og gefa þeir út efni merkt ritstjórn Reykjavíkurborgar.

Í upplýsingadeild Ráðhússins starfa átta upplýsingafulltrúar en hinir níu skiptast á sjö svið borgarinnar. Þó ekki jafnt þar sem sem tveir starfa undir hatti umhverfis- og skipulagssviðs og þrir undir hatti menningar- íþrótta- og tómstundasviðs.

Þetta kom fram í máli Mörtu Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, þegar hún bar upp tillögu um hagræðingu í málefnum upplýsingafulltrúa hjá borginni í seinni umræðu um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar í borgarstjórn í gær. 

Gæti sparað 130 milljónir kr á ári 

Sneri tillagan að því að skrifstofa samskiptateymis, sem fer með upplýsingamál borgarinnar, verði lögð niður, en kostnaður við skrifstofuna er um 190 milljónir kr. á ári.

Þess í stað verði reksturinn boðinn út eða gerðir rammasamningar við þar til bæra aðila með það að markmiði að hagræða og ná kostnaði niður í 60 milljónir króna. Myndi slíkt skila hagræðingu upp á 130 milljónir króna árlega. 

Níu upplýsingafulltrúar tilheyra sjö sviðum borgarinnar.
Níu upplýsingafulltrúar tilheyra sjö sviðum borgarinnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Á pari við stóra fréttastofu“

Tillagan var felld. Flokkur fólksins kaus með tillögunni, en meirihluti Samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar kaus á móti. Sósíalistar og Vinstri grænir sátu hjá

„Allur þessi fjöldi er á pari við stóra fréttastofu og maður spyr sig hvort þörf sé á því að Reykjavíkurborg haldi úti rekstri ritstjórnarskrifstofu og hvert sé markmiðið með þeirri starfsemi þegar hægt væri að útvista þessum rekstri með töluvert minni kostnaði. Rekstur ritstjórnarskrifstofu er ekki hluti af grunnþjónustiu né lögbundinni þjónustu þannig að hér er augljóslega hægt að hagræða,“ segir Marta í ræðu sinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert