Telja launaþróun flugumferðarstjóra hafa dregist aftur úr

Arnar Hjálmsson segir launaþróun flugumferðarstjóra hafa dregist aftur úr í …
Arnar Hjálmsson segir launaþróun flugumferðarstjóra hafa dregist aftur úr í samanburði við sambærilegar stéttir. Ljósmynd/Samsett

Arn­ar Hjálms­son, formaður fé­lags flug­um­ferðarstjóra, segir að um tuttugu flugumferðarstjórar muni taka þátt í vinnustöðvun dagana 12. og 14. desember, sex klukkutíma í senn, frá klukkan fjögur til tíu að morgni til.

Fyrst var greint frá boðaðri vinnustöðvun stéttarinnar á mbl.is síðdegis í gær.

Aðspurður kveðst Arnar ekki vilja tjá sig um kröfur félagsins, en að félagið fari fyrst og fremst fram á launaleiðréttingu, þar sem flugumferðarstjórar telji stéttina hafa dregist aftur úr. 

„Í samanburði við launaþróun síðustu ár og í samanburði við stéttir sem við teljum eiga að bera okkur saman við, sem að starfa í þessum fluggeira.“

Hann segir félagið hafa fundað með gagnaðila sínum tvisvar utan sáttasemjara, og að fundað hafi verið í dag. Fundað verður að nýju á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert