Þriggja stiga skjálfti í Bárðarbungu

Bárðarbunga.
Bárðarbunga. mbl.is/Rax

Jarðskjálfti af stærðinni 3,1 varð í norðaustanverðri Bárðarbunguöskjunni laust eftir miðnætti.

Skjálftinn er sá stærsti síðan 24. október þegar einn af stærðinni 5,0 reið þar yfir, að sögn Elísabetar Pálmadóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálfti varð einnig í Grímsvötnum skömmu fyrir klukkan 22 í gærkvöldi og mældist hann 1,7 að stærð.

Varnargarðar hafa verið lagðir í kringum Svartsengi.
Varnargarðar hafa verið lagðir í kringum Svartsengi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

50 skjálftar á Reykjanesskaga

Á Reykjanesskaga hafa 50 jarðskjálftar mælst frá miðnætti, allir undir tveimur að stærð. Flestir mældust þeir yfir miðjum kvikuganginum í nágrenni Grindavíkur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert