Eldur kviknaði í gróðri í Mosfellsbæ

Eldurinn sem kviknaði í gær sást vel frá Vesturlandsvegi.
Eldurinn sem kviknaði í gær sást vel frá Vesturlandsvegi. Ljósmynd/Ingþór Ingólfsson

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna elds í gróðri í Mosfellsbæ við Vesturlandsveg rétt fyrir klukkan eitt í nótt.

Eldurinn kviknaði skammt frá slökkviliðsstöðinni í Mosfellsbæ. Hún var því fljót á staðinn og náði að slökkva eldinn um tíu mínútum eftir að útkallið barst.

Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er talið líklegt að kveikt hafi verið í gróðrinum. Eldurinn logaði á um 200 fermetra svæði. Engin hætta skapaðist, enda tók skamman tíma að slökkva eldinn.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert