Bora eftir gulli á tveimur stöðum næsta sumar

Frá Þormóðsdal.
Frá Þormóðsdal. mbl.is/Sigurður Bogi

„Markmiðið er að sækja gull og fleiri dýrmæt efni í jörðu og fullvinna þau á Íslandi með umhverfisvænum orkugjöfum,“ segir Þórdís Björk Sigurbjörnsdóttir, forstjóri Iceland Resources ehf., en fyrirtækið verður með rannsóknarboranir á tveimur stöðum á landinu á næsta ári.

Iceland Resources er dótturfélag St-Georges Eco-Mining Corp. í Kanada. Félagið ætlar að hefja rannsóknarboranir næsta sumar í Húnaþingi vegna leitar að góðmálmum. Hefur það aflað leyfis landeigenda, en landið er í einkaeigu, og samið um ágóðahlut og fyrirframgreiðslu. Að sögn Þórdísar liggja þegar fyrir niðurstöður frumrannsókna sem fyrirtækið gerði fyrir hönd landeigendanna.

Athygli vekur að annað fyrirtæki, Víðarr ehf., hefur fengið leyfi Orkustofnunar til leitar og rannsókna á sama svæði, líkt og kom fram í Morgunblaðinu í vikunni.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í gær, laugardag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert