Gefa grænt ljós á gullleit í Þormóðsdal

Leitað hefur verið að gulli á svæðinu allt frá árinu …
Leitað hefur verið að gulli á svæðinu allt frá árinu 1908. mbl.is/Sigurður Bogi

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness frá því í vor um að synja fyrirtækinu Iceland Resources ehf. um endurnýjun starfsleyfis fyrir jarðborun í rannsóknarskyni í Þormóðsdal.

Fyrirtækið hefur leitað að gulli í Þormóðsdal sem er í landi Mosfellsbæjar. Skipulagsyfirvöld þar í sveit hafa sett sig upp á móti gullleitinni og borið því við að hún sé ekki í samræmi við skipulagsáætlanir.

Setti strik í reikninginn

Vilja Mosfellingar meina að engar heimildir hafi legið fyrir um efnistöku eða verulegt jarðrask í dalnum. Þá hafi landeigendur á svæðinu einnig andmælt tilraunaborunum.

Þórdís Björk Sigurbjörnsdóttir, forstjóri Iceland Resources, segir að ákvörðun um synjun starfsleyfis fyrir rannsóknarborunum í vor hafi sett strik í reikninginn varðandi áætlanir fyrirtækisins. Ekki hafi verið unnt að halda áfram þeim rannsóknum sem átti að gera í ár og samþykktar voru af Orkustofnun. „Þetta hefur kostað félagið bæði tíma og peninga, rannsóknir af þessu tagi eru tímafrekar,“ segir hún.

Ítarlegar er fjallað um málið í Morgunblaðinu sem kom út fimmtudaginn 28. september.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert