Gæti orðið flughált á suðvesturhorninu

Frá Hellisheiði.
Frá Hellisheiði. mbl.is/Sigurður Bogi

Flughált gæti orðið suðvestan til seinni partinn í dag og í kvöld, einkum frá Borgarfirði og að Hellisheiði. 

Þetta kemur fram í ábendingu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar en spáð er skúrum í kvöld með hita um og undir frostmarki. 

„Það gæti orðið flughált með erfiðum akstursskilyrðum á köflum þegar blaut úrkoma lendir á köldu yfirborði og frystir þar,“ ritar veðurfræðingur. 

Það mun síðan stytta upp með morgundeginum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert