Orkuöflun í forgangi

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, loftslags- og orkumálaráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, loftslags- og orkumálaráðherra. mbl.is/Brynjólfur Löve

„Ef íslenskir stjórnmálamenn átta sig ekki á mikilvægi þessa þá eru þeir ekki á góðum stað og þá er þjóðin ekki á góðum stað.“

Þetta segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, loftslags- og orkumálaráðherra, þegar hann er spurður út í hvort sú stefna sem hann boðar um stórfellda nýja orkuöflun til þess að mæta aukinni eftirspurn og yfirvofandi orkuskorti í landinu njóti stuðnings ríkisstjórnarflokkanna. Hann er gestur í nýjasta þætti Spursmála og þar er hann m.a. spurður hvort ríkisstjórnin gæti sprungið vegna sífellt háværari kröfu um að ráðist verði í nýjar virkjanir í náttúru Íslands.

Guðlaugur bendir á að þessi stefna njóti víðtæks stuðnings í þinginu. Það hafi ítrekað komið fram.

„Nú er þetta bara þannig að ég ætla að draga á þennan stuðning,“ segir hann og bætir við: „Þetta eru meðal annars flokkarnir sem eru að stýra Reykjavíkurborg. Og það er fyrst núna, sem er frábært, sem Orkuveitan er að vakna. Værum við í betri málum ef hún hefði ekki gert mjög mikið, heldur bara haldið sjó? Já, við værum í allt öðrum málum.“

Hann segir að einfalda þurfi regluverk sem tryggi hraðan framgang uppbyggingar og að ef flöskuhálsar myndast eða ef sveitarfélög leggja stein í götu þessara mála verði því mætt með lagasetningu.

Viðtalið við Guðlaug má sjá og heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan:

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert