Tryggingamál Grindvíkinga í brennidepli

Sigurður Kári Kristjánsson, Ólöf Skaftadóttir og Björn Ingi Hrafnsson eru …
Sigurður Kári Kristjánsson, Ólöf Skaftadóttir og Björn Ingi Hrafnsson eru gestir Stefáns Einars Stefánssonar í Spursmálum. Samsett mynd

Atburðirnir í Grindavík og það óvissuástand sem vofir yfir Grindvíkingum voru í forgrunni í áttunda þætti Spursmála sem lauk fyrir skömmu. Upptöku af þættinum má nálgast í spilaranum hér að neðan.

Sigurður Kári Kristjánsson, stjórnarformaður Náttúruhamfaratryggingar Íslands, sat fyrir svörum við krefjandi spurningum um hlutverk náttúruhamfarasjós sem hefur heilmargt að gera með hver afdrif og framtíðarhorfur Grindvíkinga verða.

Nístandi óvissa og sársaukafull staða Grindvíkinga hefur sett mikinn svip á samfélagsumræðu líðandi viku. Ljóst þykir að stjórnvöld þurfi að halda rétt á spöðunum og vinna með hraði að forsvaranlegri aðgerðaráætlun fyrir Grindvíkinga.

Fjölmiðlakempurnar Ólöf Skaftadóttir og Björn Ingi Hrafnsson mættu einnig í settið og rýndu í helstu fréttir vikunnar. Þar kom margt upplýsandi upp úr dúrnum. Ekki missa af því!

Fylgstu með beinskeyttri og líflegri samfélagsumræðu í Spursmálum alla föstudaga kl.14 í beinu streymi hér á mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert