„Ekkert eðlilegt ástand“

Hraun rann inn í Grindavík í janúar.
Hraun rann inn í Grindavík í janúar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vonir standa til að hægt verði að koma köldu vatni á Grindavíkurbæ í vikunni og þar með hefja atvinnustarfsemi í bænum. Þetta segir Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur í samtali við Morgunblaðið. Fannar kveðst skilja vel þau sjónarmið fyrirtækjaeigenda að æskilegt sé að starfsemin geti hafist á ný, það sé þó vandkvæðum bundið þar sem ástandið á innviðum bæjarins sé ekki nægilega gott.

Fannar Jónasson.
Fannar Jónasson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum kynnir nýtt fyrirkomulag um aðgengi að Grindavíkurbæ í dag en ákvarðanir þess efnis hafa verið í höndum ríkislögreglustjóra frá því mánudaginn 15. janúar. Aðspurður segir Fannar þó að á meðan landris endurtaki sig í kjölfar hvers goss, með tilheyrandi líkum á öðru gosi, þá verði að halda úti takmörkunum á aðgengi. „Á meðan slíkir atburðir endurtaka sig verður ekkert eðlilegt ástand,“ segir hann og ítrekar að fyrst og fremst verði að huga að því að öryggis sé gætt á svæðinu, sérstaklega með tilliti til sprunguhættu.

Í síðustu viku fundaði Fannar með sendiherrum norrænu ríkjanna á Íslandi þar sem sendiherrarnir buðu fram stuðning ríkjanna við Grindavík. Var meðal annars rætt um möguleikann á sérfræðiaðstoð og aðstoð ríkjanna við innflutning á einingahúsum, en nánari útfærsla liggur ekki fyrir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert