Nýtt fyrirkomulag um aðgengi kynnt á morgun

Fyrirkomulag um aðgengi að bænum verður kynnt á morgun.
Fyrirkomulag um aðgengi að bænum verður kynnt á morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Úlfar Lúðvíksson, lög­reglu­stjóri á Suður­nesj­um, mun kynna fyrirkomulag um aðgengi að Grindavíkurbæ á morgun. Þangað til verður fyrirkomulagi síðustu fimm vikna haldið. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum.

Þann 13. janúar tók ríkislögreglustjóri ákvörðun um brottflutning úr Grindavík til þriggja vikna og var ákvörðunin síðar framlengd til 19. febrúar. Á meðan hefur lögreglustjórinn á Suðurlandi ekki farið með ákvörðun um aðgengi að svæðinu, en hann tekur nú við því hlutverki á nýjan leik. 

Enn til staðar alvarlegar brotalamir í Grindavík 

Á þessum fimm vikum hefur verið unnið að því að meta hættuna í bænum og nú liggur til að mynda fyrir niðurstaða áhættumats almannavarnadeildar vegna sprunguhættu.

Niðurstaðan er sú að áhættan fyrir dvöl og starfsemi í Grindavík sé ásættanleg meðal annars með hliðsjón af þeim mótvægisaðgerðum sem gripið hefur verið til.

Þrátt fyrir það eru enn til staðar alvarlegar brotalamir í Grindavík og því ljóst að aðgengi mun vera ákveðnum skilyrðum háð, eðli málsins samkvæmt. 

Nú er það þó í höndum Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum, að meta hættuna samkvæmt fyrirliggjandi gögnum hverju sinni og gefa út eða taka ákvörðun um rýmingu sé þess þörf. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert