Þriggja bíla árekstur við Lónsbakka

Slysið varð um áttaleytið í morgun.
Slysið varð um áttaleytið í morgun. mbl.is/Þorgeir

Þriggja bíla árekstur varð við Lónsbakka, rétt norðan Akureyrar, um áttaleytið í morgun.

Að sögn lögreglunnar á Norðurlandi eystra urðu engin slys á fólki en flytja þurfti tvo bíla af vettvangi með dráttarbíl.

Mikil ísing var á slysstað og hefur lögreglan beðið Vegagerðina um að bera sand á götuna.

mbl.is/Þorgeir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert