Líkur á að margir vegir verði ófærir

Vegurinn um Holtavörðuheiði er þungfær.
Vegurinn um Holtavörðuheiði er þungfær. mbl.is/Sigurður Ægisson

Vetrarfærð er víða á vegum landsins. Veðurstofan er með í gildi gular viðvaranir fyrir Vesturland, Vestfirði og Norðurland vestra.

Fram kemur á umferðin.is að spáð sé versnandi færðarskilyrðum eftir því sem líður á kvöldið og líkur á því að vegir muni verða ófærir eða jafnvel loka eftir að moksturstíma lýkur.

Blint á Snæfellsnesi

Mjög blint er á sunnanverðu Snæfellsnesi vegna mikils skafrennings. 

Vegurinn um Holtavörðuheiði er þungfær en þar er mjög slæmt skyggni og varla hægt að sjá næstu stikur. Fyrirséð er að vegurinn verði ófær eftir að moksturstíma lýkur.

Lítið skyggni er í Húnavatnssýslum sökum skafrennings og margir bílar stopp á hringveginum milli Gauksmýrar og Víðihlíðar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert