Fólk skoði veðurspá áður en haldið er af stað

Akstursskilyrði geta breyst snögglega þegar skafrenningur myndast.
Akstursskilyrði geta breyst snögglega þegar skafrenningur myndast. mbl.is/Gunnlaugur

Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar hvetur fólk á Norðurlandi Vestra til þess að fylgjast vel með veðurspá.

„Það er mikill snjór á Holtavörðuheiðinni. Þótt veður sé skaplegt núna þarf ekki mikinn vind svo skafrenningur myndist," segir Jón Þór.

Hann segir að nokkuð hafi verið um verkefni við að aðstoða ökumenn í gær. Meðal annars þurfti að aðstoða 80 ökumenn á Holtavörðuheiði.

„Nokkuð mikið var að gera í gærkvöldi. Síðasta útkallið var undir miðnætti á Laxárdalsheiði,“ segir Jón Þór.

„Það er áfram spáð skafrenningi og því mikilvægt fyrir fólk að skoða veðurspá áður en það fer af stað,“ segir Jón Þór. 

Jón Þór Víglundsson er upplýsingafulltrúi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.
Jón Þór Víglundsson er upplýsingafulltrúi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Ljósmynd/Landsbjörg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert