Ökumenn um 80 bíla þurftu aðstoð

Mynd úr safni frá Holtavörðuheiði.
Mynd úr safni frá Holtavörðuheiði. mbl.is

Ökumenn um 80 bíla voru aðstoðaðir víða um Norðurland vestra í gærkvöldi vegna ófærðar, allt frá Vatnsskarði og suður um Holtavörðuheiði.

Björgunarsveitirnar í Húnavatnssýslum og suður í Borgarfjörð voru að störfum í allt gærkvöld, að því er lögreglan á Norðurlandi vestra greinir frá á Facebook.

Þar eru ökumenn hvattir til að fylgjast vel með tilkynningum um færð og veður áður en þeir leggja af stað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert