Voru vel undirbúnir fyrir umsóknina

Gert er ráð fyrir að aðild Svía verði staðfest endanlega …
Gert er ráð fyrir að aðild Svía verði staðfest endanlega eftir helgi. AFP/Jonathan Nackstrand

Staða Atlantshafsbandalagsins á norðurslóðum og í Eystrasalti hefur styrkst mjög við inngöngu Finna og fyrirhugaða aðild Svía að bandalaginu að sögn Minnu Ålander, finnsks sérfræðings í varnarmálum. Gert er ráð fyrir að ungverska þingið muni staðfesta aðild Svía að NATO eftir helgi.

Hún segir að aðildarumsókn Finna hafi markað mikla breytingu á stefnu þeirra í varnarmálum, en að um leið hafi þeir verið vel undirbúnir fyrir þann möguleika að þeir þyrftu að sækja um aðild að bandalaginu.

Þá segir hún ljóst að með innkomu ríkjanna tveggja nái bandalagið betur að tryggja varnir Eystrasaltsríkjanna, m.a. þar sem Rússar þurfi nú að huga að vörnum við landamæri sín að Finnlandi. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert