Annar fundur boðaður í fyrramálið

Fé­lög­in sem eft­ir eru í breiðfylk­ing­unni eru Starfs­greina­sam­bandið, Efl­ing og …
Fé­lög­in sem eft­ir eru í breiðfylk­ing­unni eru Starfs­greina­sam­bandið, Efl­ing og Samiðn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samningsfundi breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins lauk um klukkan hálf sex í kvöld. Annar hefur verið boðaður í fyrramálið. Þetta staðfestir Elísabet S. Ólafsdóttir, aðstoðarsáttasemjari í samtali við mbl.is.

Hún segir að annar fundur hafi verið boðaður klukkan níu í fyrramálið.

VR sagði sig frá breiðfylkingunni á föstudaginn en Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, fór hörðum orðum um framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, Sigríði Margréti Oddsdóttur, þann sama dag. 

Félög breiðfylkingarinnar hafa fundað stíft um helgina en það eru: Starfsgreinasambandið, Efling og Samiðn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert