Samtök atvinnulífsins svara formanni VR

Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Samtök atvinnulífsins hafa brugðist við frétt mbl.is um færslu Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, sem hann birti á Facebook-síðu sinni.

Í yfirlýsingu sem SA hefur sent mbl.is segir:

„Vegna fréttar mbl.is um færslu formanns VR á Facebook-síðu sinni vilja Samtök atvinnulífsins árétta að fram kom í tillögum Breiðfylkingarinnar, sem Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR kynnti á fundi hjá ríkissáttasemjara, miðvikudaginn 21. febrúar sl. að krafa yrði gerð um að verðbólguviðmið yrði 4,72% á fyrsta ársfjórðungi 2025 og 4% á tímabilinu febrúar 2025 til febrúar 2026. 

Samkomulag náðist á milli samningsaðila um að horft yrði til 4,95% verðbólguviðmiðs miðað við 12 mánaða verðbólgu eins og hún mælist í ágúst 2025 og 4,7% verðbólguviðmiðs miðað við 12 mánaða verðbólgu eins og hún mælist í ágúst 2026, um þetta staðfesta bæði fundargögn og undirritað samkomulag.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert