Heiður sem á ekki að vera til sölu

Frá afhendingu fálkaorðunnar á nýársdag.
Frá afhendingu fálkaorðunnar á nýársdag. mbl.is/Arnþór

Af og til gerist það að eintak af fálkaorðunni sé til sölu. Morgunblaðinu barst á dögunum ábending um að stórriddarakross með stjörnu væri auglýstur til sölu á erlendri uppboðssíðu á netinu.

Ef marka má upplýsingarnar á síðunni var alls boðið fjörutíu og einu sinni í orðuna og virðist sem orðan hafi verið seld á 2.650 evrur eða tæplega 400 þúsund krónur.

Reyna yfirleitt að hafa samband

„Ég segi ekki að þetta gerist reglulega en það kemur fyrir að við fáum ábendingar um að orður séu til sölu. Það er svo sem ekkert nýtt og fyrirrennari minn í starfi, Örnólfur Thorsson, benti mér á að svona fréttir bærust manni stundum, þegar hann leiddi mig í allan sannleikann um starfið,“ segir Sif Gunnarsdóttir forsetaritari þegar Morgunblaðið bar þetta undir hana.

„Yfirleitt er reynt að hafa samband við þann sem er að selja og benda viðkomandi á hvað segir í forsetabréfinu um hina íslensku fálkaorðu. Þar stendur í 14. grein: „Við andlát þess sem orðunni hefur verið sæmdur skuli aðstandendur eða skiptastjóri skila henni aftur til orðuritara.“

Ítarlegri umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu sem kom út fimmtudaginn 22. febrúar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert