Kristján Jónsson

Kristján hefur verið viðloðandi íþróttadeild Morgunblaðsins og mbl.is frá árinu 2000, fastráðinn frá 2010-2013 en er lausamaður á deildinni samhliða námi við Háskóla Íslands frá haustinu 2013. Hann hefur einnig skrifað fyrir Ský, Ísafold og Viðskiptablaðið. Kristján er með BA-próf í stjórnmálafræði frá HÍ. Twitter: @KristjanJons

Yfirlit greina

„Sigur sem við þurftum á að halda“

í fyrradag Róbert Sigurðsson lék virkilega vel fyrir Stjörnuna í kvöld en hann skoraði 15 stig og gaf 7 stoðsendingar í 77:75 sigrinum á Njarðvík í Dominos-deildinni í Ásgarði. Meira »

Sigurkarfa á síðustu stundu

í fyrradag Anthony Pryor skoraði sigurkörfu Stjörnunnar gegn Njarðvík í Ásgarði í kvöld þegar 2 sekúndur voru eftir í Dominos-deild karla í körfuknattleik. Stjarnan sigraði 77:75. Meira »

„Mér hefur fundist liðið vera á réttri leið“

17.1. Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari karla í handknattleik, segist vera ánægður með hvernig leikur liðsins hefur þróast síðasta árið en hann hefur nú stýrt liðinu á tveimur stórmótum, HM í Frakklandi og EM í Króatíu. Meira »

Kári meiddist aftan í læri

17.1. Línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson meiddist seint í leiknum gegn Serbíu á EM í kvöld og óvíst hvort hann verði tilbúinn í slaginn með ÍBV þegar Olís-deildin hefst á ný eftir EM-fríið. Meira »

„Leiðinlegt að þurfa að treysta á aðra“

16.1. Aron Pálmarsson skoraði 4 mörk þegar Ísland tapaði fyrir Serbíu 26:29 á EM í handknattleik í dag. Hann sagði klaufaskap í sókninni hafa ráðið úrslitum á lokakaflanum en Ísland var um tíma yfir, 20:16. Meira »

„Helvítis vesen“

16.1. „Þetta verður ekkert mál. Króatía vinnur á eftir og við förum áfram með tvö stig,“ sagði Kári Kristján Kristjánsson, landsliðsmaður í handknattleik, við mbl.is eftir tap fyrir Serbíu 29:26 á EM í Króatíu sem þýðir að Ísland þarf að bíða örlaga sinna í kvöld. Meira »

Andstæðingar dagsins: Serbar

16.1. Andstæðingar dagsins á EM eru Serbar. Þjóðirnar takast á í Spaladium-höllinni í Split í Króatíu klukkan 17:15 í dag að íslenskum tíma. Með sigri kemst Ísland áfram í milliriðil, skilur Serbíu eftir og tekur þá með sér 2 stig fyrir sigurinn á Svíum. Meira »

Lifa fyrir leiki sem þessa

16.1. Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði Íslands, segir landsliðsmennina vera á ágætum stað fyrir leikinn mikilvæga gegn Serbíu í Split á EM í handknattleik í dag en hann hefst klukkan 17.15 að íslenskum tíma. Meira »

Fannst brotið hafa verið fyrir skotið

í fyrradag Kristinn Pálsson var svekktur að loknum leik Stjörnunnar og Njarðvíkur í Ásgarði í Dominos-deildinni í kvöld en sagði Njarðvíkinga geta byggt á spilamennsku sinni í síðari hálfleik. Meira »

Viljum komast aftur á pall

í fyrradag Eins og sakir standa er Ísland ekki með eitt af bestu landsliðum heims í handknattleik. Niðurstaðan á síðustu mótum undirstrikar það. Meira »

„Fannst við vera með þá í hálstaki“

17.1. Bjarki Már Gunnarsson var í stóru hlutverki í vörn Íslands í leikjunum á EM í Split. Á löngum köflum í leikjunum gegn Svíum og Serbum náðu hann og Ólafur Guðmundsson vel saman fyrir miðju 6-0 varnarinnar. Meira »

Þjálfaramálin skoðuð á næstu dögum

17.1. Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari karla í handknattleik, segir að nú sé boltinn hjá HSÍ en samningur Geirs rennur út á næstunni. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segir framhaldið ekki hafa verið rætt en býst við því að það verði á næstu dögum. Meira »

Áræðnina skorti að mati Geirs

16.1. Landsliðsþjálfarinn, Geir Sveinsson, sagði í samtali við mbl.is að frammistaða Íslands hafi ekki verið nægilega góð á heildina litið, þegar liðið tapaði fyrir Serbíu í Split á EM í handknattleik í kvöld. Aldrei kunni góðri lukku að stýra að reyna að verja eitthvað fremur en að sækja. Meira »

Var ekki viss hvort boltinn væri inni

16.1. „Eins mikið og ég sakna fjölskyldunnar þá hef ég engan áhuga á því að sjá hana næstu daga,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson, hetja íslenska landsliðsins í handknattleik, í samtali við mbl.is eftir 29:26 tap fyrir Serbíu á EM í Króatíu. Hann vill sannarlega vera áfram í Króatíu. Meira »

„Auðvitað er fiðringur í maganum“

16.1. Hornamaðurinn Arnór Þór Gunnarsson segist kunna vel við sig í Spaladium-höllinni í Split þar sem Ísland leikur í A-riðli á EM í handknattleik. Fram undan í dag er úrslitaleikur við Serba um að komast áfram í milliriðil í Zagreb. Meira »

„Staða sem var líklegt að kæmi upp“

16.1. Landsliðsmaðurinn Arnór Atlason segir ánægjulegt að örlög Íslendinga séu í þeirra eigin höndum í riðlakeppninni á EM í handknattleik. Með sigri á Serbíu í dag kemst Ísland áfram í milliriðil í Zagreb og tekur með sér 2 stig fyrir sigurinn á Svíum. Sendir þá jafnframt Serba heim verði það úrslitin. Meira »