Kristján Jónsson

Kristján hefur verið viðloðandi íþróttadeild Morgunblaðsins og mbl.is frá árinu 2000, fastráðinn frá 2010-2013 en er lausamaður á deildinni samhliða námi við Háskóla Íslands frá haustinu 2013. Hann hefur einnig skrifað fyrir Ský, Ísafold og Viðskiptablaðið. Kristján er með BA-próf í stjórnmálafræði frá HÍ. Twitter: @KristjanJons

Yfirlit greina

Kann „Magic“ að sigra í jakkafötum?

Í gær, 07:07 Earvin „Magic“ Johnson, ein skærasta stjarna í sögu Los Angeles Lakers, á sér þann draum heitastan um þessar mundir, að því er virðist, að endurreisa liðið og koma því á þann stall að það geti barist um NBA-titilinn. Johnson er nú eins konar íþróttastjóri hjá Lakers og horfir til þess að næla í stjörnuleikmann næsta sumar. Meira »

Þakklát fyrir æðislega upplifun

16.2. Elsa Guðrún Jónsdóttir frá Ólafsfirði varð á miðvikudaginn fyrsta íslenska konan til að keppa í skíðagöngu á Ólympíuleikum. Elsa keppti í 10 km göngu með frjálsri aðferð í Pyeongchang í gær og hafnaði í 78. sæti af 90 keppendum. Meira »

„Skyldumæting fyrir Hafnfirðinga“

14.2. Haukar drógust í undanúrslitum Coca Cola-bikarkeppninnar á móti því liði sem erfiðast er fyrir úrvalsdeildarliðin að reikna út, B-deildarlið KA/Þórs. Ragnheiður Sveinsdóttir segir Hafnfirðinga þurfa að kortleggja Akureyringana áður en að leiknum kemur 8. mars. Meira »

Þögn þeirra norðurkóresku

13.2. Suður- og Norður-Kórea tefla fram sameiginlegu kvennaliði í íshokkí á Vetrarólympíuleikunum sem nú standa yfir í Suður-Kóreu. Þykja það talsverð tíðindi í ljósi samskipta þjóðanna frá því í Kóreustríðinu um miðja síðustu öld. Blaðamönnum á leikunum gengur illa að fá þá leikmenn sem tilheyra Norður-Kóreu í viðtöl. Meira »

Fleiri íslenskir til Fjölnis

10.2. Úrvalsdeildarlið Fjölnis í knattspyrnu karla hefur fengið til sín þrjá öfluga íslenska leikmenn í vetur: Akureyringinn Almar Ormarsson sem kom frá KA og frá FH sneru aftur til Fjölnis þeir Bergsveinn Ólafsson og Guðmundur Karl Guðmundsson. Meira »

„Við Óli áttum ekki samleið“

7.2. „Heima er best,“ sagði Bergsveinn Ólafsson sem í dag skrifaði undir samning við uppeldisfélag sitt Fjölni eftir tveggja ára dvöl hjá FH. Meira »

„Súrt að vinna ekki á heimavelli“

5.2. Emily Cherotich, frá Kenía, tók fram úr Anítu Hinriksdóttur úr ÍR á lokametrum 800 metra hlaupsins á Reykjavíkurleikunum í Laugardalshöll á laugardaginn og sigraði á 2:02,39 mínútum. Meira »

Litháar bitu frá sér í síðustu undankeppni

2.2. Ísland mun mæta Litháen heima og að heiman í umspili um sæti í lokakeppni HM karla í handknattleik sem fram fer í janúar á næsta ári. Meira »

Mistök dýr í krefjandi braut

í fyrradag Freydís Halla Einarsdóttir úr Ármanni var nokkuð sátt við 41. sætið í sviginu á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang þegar Morgunblaðið ræddi við hana en hún var með rásnúmer 48 og hækkaði sig því um nokkur sæti. Meira »

„Góður bónus fyrir okkur“

15.2. B-deildarlið KA/Þórs mætir Haukum í undanúrslitum Coca Cola-bikarkeppni kvenna í handknattleik en dregið var til undanúrslita hjá báðum kynjum í gær. Meira »

„Munum fá margt fólk með okkur“

14.2. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfoss, reiknar fastlega með því að Selfyssingar fái góðan stuðning í Laugardalshöllinni þegar Selfoss og Fram takast á í undanúrslitum Coca Cola-bikarkeppni karla í handbolta en dregið var í hádeginu. Meira »

Mun snúa sér að maraþonhlaupum

10.2. „Eftir að háskólanáminu lýkur mun ég færa mig upp í maraþon og götuhlaup. Markmiðið er að ná ólympíulágmarki,“ segir Eyjamaðurinn Hlynur Andrésson í samtali við Morgunblaðið. Hann er á sínu síðasta tímabili í háskólaíþróttunum í Bandaríkjunum, NCAA, og mun útskrifast í sumar. Meira »

„Ég lít á þetta sem leikrit“

8.2. Geir Sveinsson, fráfarandi landsliðsþjálfari karla í handknattleik, segist í samtali við mbl.is finnast ósanngjarnt að hann hafi verið látinn bíða eftir svari frá handknattleikssambandinu á meðan rætt hafi verið við aðra þjálfara. Hann segir HSÍ hafa haft nægan tíma til að tjá sér að þeir vildu róa á önnur mið áður en nýr landsliðsþjálfari, Guðmundur Guðmundsson, var kynntur á blaðamannafundi. Meira »

Aníta er á réttri leið

6.2. Hollendingurinn Honoré Hoedt, þjálfari Anítu Hinriksdóttur, var hér á landi á dögunum og fylgdist með keppni á Reykjavíkurleikunum. Hann er bjartsýnn fyrir hönd Anítu varðandi keppnistímabilið sem er nýhafið. Meira »

Frumraun Axels verður í Kenía

3.2. Framundan er spennandi keppnistímabil á golfvellinum hjá Axel Bóassyni úr Keili. Axel sigraði á Nordic League-mótaröðinni í fyrra og fékk fyrir vikið keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni, þeirri næststerkustu í Evrópu. Meira »

Gæti komist í hóp fimmtán efstu á góðum degi

2.2. Skíðagöngukappinn Snorri Einarsson er sæmilega bjartsýnn fyrir Vetrarólympíuleikana sem framundan eru í Suður-Kóreu.  Meira »