„Enginn hefur komið að máli við mig“

Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna.
Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, segir að hann hyggist ekki bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Hann viðurkennir þó að hafa hugsað málið eitt augnablik en komist að þeirri niðurstöðu að embættið væri ekki fyrir hann.

„Ég skal vera mjög heiðarlegur með það að ég hugsaði þetta í augnablik en ákvað svo að gera það ekki,“ segir Víðir. 

Eins og fram kom í gær á mbl.is sagði Alma Möller landlæknir frá því að hún velti framboði fyrir sér. Víðir segist fullviss um að hún sé góður kandídat í embættið. 

„En þetta er ekki starf sem ég held að ég hafi ekki neitt erindi í,“ segir Víðir. 

Spurður segir Víðir að enginn hafi hafi hvatt hann til að fara fram. 

„Enginn hefur komið að máli við mig,“ segir Víðir kíminn og vísar þar til þekktra orða margra sem hafa tilkynnt hafa um framboð til hinna ýmsu embætta. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka