Sex með þrennu hvert

Laufey
Laufey AFP/Valerie Macon

Tilkynnt var um tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2024 nú á sjötta tímanum, en verðlaunin verða afhent í Silfurbergi Hörpu 12. mars og send út beint á RÚV. Flestar tilnefningar þetta árið hljóta Árný Margrét, Elín Hall, ex.girls, Laufey, Mugison og Snorri Hallgrímsson, en þau eru öll tilnefnd til þrennra verðlauna hvert.

Samkvæmt upplýsingum frá skipuleggjendum voru í ár rúmlega 900 tilnefningar sem dreifast yfir alla verðlaunaflokka. Í fyrra voru gerðar talsverðar breytingar á verðlaunaflokkum, sameinað undir stærri flokka og samræmt milli helstu yfirflokkanna. Verðlaunað er fyrir tónlistarflutning, söng, lög/tónverk og hljómplötur eða stærri verk. Nokkur verðlaun eru veitt þvert á alla flokka, s.s eins og fyrir upptökustjórn, myndbönd og viðburði.

Elín Hall
Elín Hall

Alls er tilnefnt í 20 flokkum. Þessu til viðbótar eru á verðlaunakvöldinu veitt bæði heiðursverðlaun og verðlaunin Bjartasta vonin. Loks er verðlaunað fyrir umslagshönnun, en þau verðlaun eru veitt í samvinnu við Félag íslenskra teiknara á svokölluðum FÍT-verðlaunum sem afhent verða seinna í mánuðinum, en tilnefningar í þeim flokki verða ekki kunngjörðar fyrr en á verðlaununum sjálfum. Alls eru verðlaunin því 23 talsins.

Plata ársins – kvikmynda- og leikhústónlist

 • Góðan daginn faggi – Stertabenda
 • Knock At The Cabin – Herdís Stefánsdóttir
 • Sikadene – Sin Fang
 • SILO – Atli Örvarsson
 • Skjálfti – Páll Ragnar Pálsson og Eðvarð Egilsson

Plata ársins – önnur tónlist

 • BRIDGES II – Ægir
 • dinner alone – Árný Margrét
 • I Am Weary, Don't Let Me Rest – Snorri Hallgrímsson
 • Rofnar – Magnús Jóhann Ragnarsson
 • Smurðar fórnir – Silkikettirnir

Plata ársins – djasstónlist

 • Farfuglar – Ingi Bjarni Skúlason
 • Íslendingur í Uluwatuhofi – Stefán S. Stefánsson og Stórsveit Reykjavíkur
 • Innermost – Mikael Máni Ásmundsson
 • Stilhed og storm – Sigurður Flosason
 • holy ghost of – hist og

Plata ársins – popp, rokk, hipphopp og raftónlist

 • heyrist í mér? – Elín Hall
 • Verk – ex.girls
 • Museums – JFDR
 • Bewitched – Laufey
 • ÁTTA – Sigur Rós

Plata ársins – sígild og samtímatónlist

 • Atli Heimir Sveinsson: The Complete String Quartets – Siggi String Quartet
 • Icelandic Works for the Stage – Sinfóníuhljómsveit Íslands
 • J.S. Bach: Goldberg Variations – Víkingur Heiðar Ólafsson
 • Silva – Bára Gísladóttir
 • Meditatio II – Schola Cantorum

Flytjandi ársins – popp, rokk, hipphopp og raftónlist

 • CELEBS
 • Daniil
 • Laufey
 • PATRi!K
 • Una Torfa

Flytjandi ársins – sígild og samtímatónlist

 • Nordic Affect
 • Sæunn Þorsteinsdóttir
 • Strokkvartettinn Siggi
 • Sviðslistahópurinn Óður
 • Víkingur Heiðar Ólafsson

Flytjandi ársins – djasstónlist

 • Andrés Þór Gunnlaugsson
 • Kristjana Stefánsdóttir
 • Ari Bragi Kárason
 • Davíð Þór Jónsson
 • Stórsveit Reykjavíkur

Flytjandi ársins – önnur tónlist

 • Árný Margrét
 • Magnús Jóhann Ragnarsson
 • Mugison
 • Nanna Bryndís Hilmarsdóttir
 • Salka Valsdóttir (neonme)

Tónlistarmyndband ársins

 • „Hún ógnar mér“ – Flott, Leikstjórn: Þura Stína
 • „On Your Knees“ – Virgin Orchestra Leikstjórn: Alvin Hugi Ragnarsson
 • „SEVER – UNE MISÈRE“ Leikstjórn: Gunnar Ingi Jones og Óttar Ingi Þorbergsson
 • „Solarr“ – Talos. Leikstjórn: Máni Sigfússon
 • „Waiting“ – Árný Margrét. Leikstjórn: Guðmundur Kristinn Jónsson

Tónlistarviðburður ársins

 • Hátíð hirðarinnar – Afmælistónleikar Prins Póló: Minningarsjóður Svavars Péturs Eysteinssonar
 • Mugison í Naustahvilft – Mugison
 • Ómur aldanna – Hans Jóhannsson
 • Sumarjazz á Jómfrúnni – Jakob Einar Jakobsson og Jómfrúin
 • Upprásin - Harpa í samstarfi við Tónlistarborgina Reykjavík og Rás 2

Upptökustjórn ársins

 • Modular Heart – Warmland. Upptökustjórn: Arnar Guðjónsson og Hrafn Thoroddsen
 • Verk – ex.girls. Upptökustjórn: Guðlaugur Hörðdal, Guðmundur Arnalds, Gylfi Sigurðsson og Tatjana Dís Aldísar Razoumeenko
 • Stropha – Ingibjörg Elsa Turchi. Upptökustjórn: Ingibjörg Elsa Turchi og Ívar Ragnarsson
 • I Am Weary, Don't Let Me Rest – Snorri Hallgrímsson. Upptökustjórn: Bergur Þórisson, Cécile Lacharme, Hafsteinn Þráinsson, Martyn Heyne, Snorri Hallgrímsson, Styrmir Hauksson, Viktor Orri Árnason, Þorsteinn Eyfjörð
 • Knock at the Cabin – Herdís Stefánsdóttir. Upptökustjórn: Herdís Stefánsdóttir og Úlfur Hansson

Texti ársins

 • „Ást & praktík“ – Fannar Ingi Friðþjófsson og Atli Bollason
 • „heyrist í mér?“ – Elín Hall
 • „Hún ógnar mér“ – Vigdís Hafliðadóttir
 • „Smurðar fórnir“ – Bergþóra Einarsdóttir
 • „Springur út“ – Andri Ólafsson, Friðrik Dór Jónsson, Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir, Magnús Trygvason Eliassen, Steingrímur Karl Teague

Söngur ársins – djasstónlist

 • Rebekka Blöndal
 • Kristjana Stefánsdóttir
 • Silva Þórðardóttir
 • Steingrímur Teague
 • Ingibjörg Fríða Helgadóttir

Söngur ársins – sígild og samtímatónlist

 • Jóhann Kristinsson
 • Benedikt Kristjánsson
 • Bryndís Guðjónsdóttir
 • Hrólfur Sæmundsson
 • Heiða Árnadóttir

Söngur ársins – popp, rokk, hipphopp og raftónlist

 • Elín Hall
 • JFDR
 • Laufey
 • Friðrik Ómar
 • Una Torfa

Tónverk ársins – djasstónlist

 • Íslendingur í Uluwatuhofi – Stefán S. Stefánsson
 • Suddenly Autumn – Sunna Gunnlaugs
 • The Raccoon and the Dog – Mikael Máni Ásmundsson
 • daggermark – Eiríkur Orri Ólafsson, Magnús Trygvason Eliassen, Róberta Andersen
 • Springur út – Andri Ólafsson, Friðrik Dór Jónsson, Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir, Magnús Trygvason Eliassen

Tónverk ársins – sígild og samtímatónlist

 • COR – Bára Gísladóttir
 • Rituals – Anna Þorvaldsdóttir
 • Á þessum kyrru dægrum – Tryggvi M. Baldvinsson
 • Jörð mistur himinn – Haukur Tómasson
 • Liebster Gott wann werd ich sterben? – Hjalti Nordal

Lag ársins – önnur tónlist

 • „Godzilla“ – Nanna
 • „I Am Weary, Don't Let Me Rest“ – Snorri Hallgrímsson
 • „Inside Weather“ – Jelena Ciric
 • „Stóra Stóra Ást“ – Mugison
 • „Wandering Beings“ – Guðmundur Pétursson

Lag ársins – popp, rokk, hipphopp og raftónlist

 • „Hvítt vín“ – Spacestation
 • „Manneskja“ – ex.girls
 • „Oral“ – Björk og ROSALÍA
 • „Parísarhjól“ – GDRN
 • „Skína“ – PATRi!K, Luigi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert