Silja Björk Huldudóttir

Silja Björk Huldudóttir hefur starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá árinu 2003. Hún er BA í heimspeki og MA í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands. Silja hefur víðtæka reynslu á sviði leiklistar og er annar tveggja leiklistargagnrýnenda Morgunblaðsins.

Yfirlit greina

„Alltaf jafn skrýtin og heillandi“

30.11. „Ég hef verið heillaður af svartholum alveg frá því ég heyrði fyrst af tilvist þeirra. Áhuginn hefur aðeins aukist eftir því sem ég hef lært meira um þau. Mér finnst svarthol alltaf jafn skrýtin og heillandi,“ segir Sævar Helgi Bragason, höfundur bókarinnar Svarthol. Meira »

„Líður eins og ofurhetjum“

8.11. Tvískinnungur nefnist leikrit eftir Jón Magnús Arnarsson í leikstjórn Ólafs Egils Egilssonar sem frumsýnt er í Borgarleikhúsinu annað kvöld. Verkinu er lýst sem einvígi þar sem tveir leikarar takast á við tvísaga fortíð. Undir krauma ólgandi fíknikvika, tilfinningar og ástríður, þráhyggja og órar. Meira »

Fyndnasta sýningin

20.10. „Óhætt er að segja að Fyrsta skiptið er fyndnasta sýningin á höfuðborgarsvæðinu um þessar mundir,“ skrifar Silja Björk Huldudóttir í leikdómi um ungmennasýninguna Fyrsta skiptið sem Gaflaraleikhúsið sýnir. Meira »

Við munum öll deyja

11.10. „Griðastaður er spennandi uppfærsla frá ungum höfundi með ferska rödd og leikstjóra sem gaman verður að fylgjast með í framhaldinu,“ segir Silja Björk Huldudóttir í leikdómi um Griðastað eftir Matthías Tryggva Haraldsson í leikstjórn höfundar og gefur uppfærslunni fjórar stjörnur. Meira »

„Hjartað tekur kipp“

8.10. „Þetta er eins og abstrakt ljóðabók og óður til íslensku jöklanna,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, betur þekktur sem RAX, um ljósmyndabókina Jökull sem kemur út hjá bókaútgáfunni Qerndu á laugardaginn kemur. Sama dag kl. 14 verður samnefnd sýning opnuð í Ásmundarsal. Meira »

Hefur ekkert breyst?

28.9. „Höfundurinn teflir í verkinu saman persónum sem tala eins og nútímafólk, en upplifa atburðina í kringum aldamótin 1900. Slíkt stefnumót í tíma og rúmi hefði getað verið spennandi, en verður það því miður ekki í meðförum Hnath,“ skrifar Silja Björk Huldudóttir í leikdómi um Dúkkuheimili, 2. hluta. Meira »

Það er alltaf von

19.9. „Í samræmi við efniviðinn er ekki boðið upp á neinar einfaldar lausnir í sýningunni. Áhorfendur eru aftur á móti minntir á að hamingjan býr í litlu hlutunum. Þeir, sem tekst að gleðjast yfir hversdagslegum hlutum, halda vel nestaðir út í lífið,“ skrifar Silja Björk Huldudóttir í nýjum leikdómi. Meira »

„Skáldsögur mínar dulbúin ljóð“

8.11. „Íslandsferðin var dásamleg. Ég verð þó að viðurkenna að göngurnar voru dálítið erfiðar með kúluna út í loftið,“ segir danski rithöfundurinn Josefine Klougart sem komin var sjö mánuði á leið þegar hún heimsótti Íslands fyrr í haust til að kynna bók sína Hæðir og lægðir sem komin er út á íslensku. Meira »

„Ljóðið er mitt líf“

5.11. „Ljóðið er mitt líf. Mér finnst ég gerð úr orðunum sem ég sýsla með, hvort sem það er í ljóðum eða skáldsögum,“ segir Steinunn Sigurðardóttir skáld sem sent hefur frá sér ljóðabókina Af ljóði ertu komin. Meira »

Horfið inn í eilífðina

12.10. „Hér er með öllum meðölum leikhússins sögð verðug saga sem minnir okkur á að enn hefur engin stefna verið mótuð hérlendis í málefnum einstaklinga með heilabilun né eru til tölur um raunverulegan fjölda þeirra sem glíma þurfa við þennan skæða sjúkdóm,“ segir í leikdómi um Ég heiti Guðrún. Meira »

Dómari og rithöfundur taka sæti

9.10. Karl XVI. Gústaf Svíakonungur hefur samþykkt tillögu Sænsku akademíunnar (SA) að tveimur nýjum meðlimum. Lögmaðurinn Eric M. Runesson tekur við stól nr. 1 af Lottu Lotass og rithöfundurinn Jila Mossaed við stól nr. 15 af Kerstin Ekman. Meira »

Með tóma vasa

3.10. „Íslenska uppfærsla verksins virkaði á köflum ekki fullæfð auk þess sem sviðsumferðin var of oft kauðaleg. Niðurstaða kvöldsins var því að fyrri frægð og velgengni er ekki endilega ávísun á gæðastund í leikhúsinu,“ segir í niðurlagi leikdóms um Fly Me to the Moon. Meira »

Algjört hunang fyrir lesendur

21.9. „Þetta verður líklega minn svanasöngur sem þýðandi,“ segir Þórdís Bachmann um þýðingu sína á Tale of Two Cities eftir Charles Dickens sem Ugla útgáfa gefur út undir heitinu Saga tveggja borga. „Á næsta ári verða liðin 34 ár síðan ég byrjaði í faginu.“ Meira »