Silja Björk Huldudóttir

Silja Björk Huldudóttir hefur starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá árinu 2003. Hún er BA í heimspeki og MA í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands. Silja hefur víðtæka reynslu á sviði leiklistar og er annar tveggja leiklistargagnrýnenda Morgunblaðsins.

Yfirlit greina

Langar að stækka litrófið okkar

23.6. „Næsta leikár tekur mið af þeirri stefnumótunarvinnu sem við fórum í fyrr í vetur og leiðarstefjunum sem við settum okkur til næstu þriggja ára sem eru dirfska, mennska og samtal,“ segir Kristín Eysteinsdóttir borgarleikhússtjóri um komandi leikár sem kynnt er óvenjusnemma í ár. Meira »

70 mínútna leikaramaraþon

19.3. „Óhætt að segja að mikið mæði á Alberti í Istan sem lýsa mætti sem leikaramaraþoni sem stendur látlaust í 70 mínútur þar sem leikarinn hefur ekkert til að styðjast við nema eigin hæfileika,“ segir í leikdómi um frammistöðu Alberts Halldórssonar sem leikur hátt í 40 hlutverk í einleiknum Istan. Meira »

„Seljendur eigin ímyndar“

16.3. „Mín síðasta skilgreining á þessu verki er að þetta er þvottavél þar sem saman eru þeyttar hugmyndir, skoðanir og ímyndunarleikur,“ segir Benedikt Erlingsson, leikstjóri leikritsins Súper – þar sem kjöt snýst um fólk eftir Jón Gnarr sem frumsýnt er í Kassanum í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Meira »

Danius hætt hjá Akademíunni

28.2. Sara Danius hefur ákveðið að segja alfarið skilið við Sænsku akademíuna eftir að tilboði hennar um að taka aftur við starfi ritara var hafnað. Danius hætti sem ritari í kjölfar harðvítugrar deilna innan SA um hvernig taka ætti á málum eiginmanns Katarinu Frostenson. Meira »

Afhjúpar mannlegt eðli

19.2. Jane Austen á meðal kvenna er yfirskrift fyrirlesturs sem Alda Björk Valdimarsdóttir, dósent í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands, heldur í Veröld í dag kl. 16.30. Þar ræðir hún um nýútkomna bók sína Jane Austen og ferð lesandans – Skáldkonan í þremur kvennagreinum samtímans. Meira »

„Stærsta áskorunin“

11.1. „Ég hafði ekki ætlað mér að gera fleiri einleiki, en síðan kom sú hugmynd til mín að gera einn einleik í viðbót sem fjallaði um dauðann og ég vissi strax að ég yrði sjálf að leika hann,“ segir Charlotte Bøving sem í gærkvöldi frumsýndi nýjasta einleik sinn, Ég dey, á Nýja sviði Borgarleikhússins. Meira »

„Skáldsögur mínar dulbúin ljóð“

8.11. „Íslandsferðin var dásamleg. Ég verð þó að viðurkenna að göngurnar voru dálítið erfiðar með kúluna út í loftið,“ segir danski rithöfundurinn Josefine Klougart sem komin var sjö mánuði á leið þegar hún heimsótti Íslands fyrr í haust til að kynna bók sína Hæðir og lægðir sem komin er út á íslensku. Meira »

„Ljóðið er mitt líf“

5.11. „Ljóðið er mitt líf. Mér finnst ég gerð úr orðunum sem ég sýsla með, hvort sem það er í ljóðum eða skáldsögum,“ segir Steinunn Sigurðardóttir skáld sem sent hefur frá sér ljóðabókina Af ljóði ertu komin. Meira »

„Góð tilfinning að vera treyst“

18.5. „Það er afar góð tilfinning að vera treyst fyrir öðru tímabili hjá þessari stofnun sem er eitt af flaggskipum listsköpunar og menningar á Íslandi,“ segir Steinunn Birna Ragnarsdóttir sem nýverið var endurráðin óperustjóri Íslensku óperunnar til næstu fjögurra ára. Meira »

Morðingi sem pyntar börn

19.3. „Ef við erum almennilegt fólk þá tengjum við við börn og þau opna á okkur hjörtun. Við finnum til ábyrgðar gagnvart umkomuleysi þeirra,“ segir Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri söngleiksins Matthildar. Í viðtali lýsir hann einni aðalpersónu verksins sem morðingja sem pynti börn. Meira »

„Þessi kokteill er draumur“

1.3. „Þetta er skemmtilegt leikrit sem býður upp á kómík, gleði, rómantík og ævintýri. Þessi kokteill er draumur hvers leikhúslistamanns,“ segir Hilmar Jónsson sem leikstýrir Jónsmessunæturdraumi eftir Shakespeare sem Þjóðleikhúsið frumsýnir í kvöld. Meira »

„Gæti ekki verið hamingjusamari“

19.2. „Ég er mjög þakklát fyrir að mér sé aftur treyst fyrir stórri sýningu. Eftir að hafa átt í góðu samtali við Shakespeare verður ekki leiðinlegt að hitta fyrir þennan stórfenglega Rússa,“ segir Brynhildur Guðjónsdóttir sem á næsta leikári leikstýrir Vanja frænda eftir Tsjekhov í Borgarleikhúsinu. Meira »

„Einstaklega spennandi tími“

6.2. „Ég hafði lengi látið mig dreyma um að vinna við Norræna húsið í Reykjavík eða við Háskóla Íslands. Mér finnst ég því hafa verið einstaklega lánsöm að fá draumastarfið,“ segir Sofie Hermansen Eriksdatter, verkefnastjóri bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Meira »

„Alltaf jafn skrýtin og heillandi“

30.11. „Ég hef verið heillaður af svartholum alveg frá því ég heyrði fyrst af tilvist þeirra. Áhuginn hefur aðeins aukist eftir því sem ég hef lært meira um þau. Mér finnst svarthol alltaf jafn skrýtin og heillandi,“ segir Sævar Helgi Bragason, höfundur bókarinnar Svarthol. Meira »

„Líður eins og ofurhetjum“

8.11. Tvískinnungur nefnist leikrit eftir Jón Magnús Arnarsson í leikstjórn Ólafs Egils Egilssonar sem frumsýnt er í Borgarleikhúsinu annað kvöld. Verkinu er lýst sem einvígi þar sem tveir leikarar takast á við tvísaga fortíð. Undir krauma ólgandi fíknikvika, tilfinningar og ástríður, þráhyggja og órar. Meira »

Fyndnasta sýningin

20.10. „Óhætt er að segja að Fyrsta skiptið er fyndnasta sýningin á höfuðborgarsvæðinu um þessar mundir,“ skrifar Silja Björk Huldudóttir í leikdómi um ungmennasýninguna Fyrsta skiptið sem Gaflaraleikhúsið sýnir. Meira »