Slíta meirihlutasamstarfinu

Meirihlutinn í Fjarðabyggð er sprunginn.
Meirihlutinn í Fjarðabyggð er sprunginn. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Framsóknarflokkurinn í Fjarðabyggð hefur ákveðið að slíta meirihlutasamstarfi sínu við Fjarðalistann. Ætlar flokkurinn að ræða við sjálfstæðismenn á morgun um myndun nýs meirihluta. 

Í tilkynningu flokksins, sem hann birti á Facebook, segir að ákvörðunin komi í kjölfar trúnaðarbrests sem kom fram á fundi bæjarstjórnar 27. febrúar sl. þegar lögð var fram tillaga um breytingar á stjórnkerfi fræðslumála í Fjarðabyggð.

Segir í tilkynningunni að vinna við þær breytingar hafi staðið yfir frá því í október 2023 innan starfshóps sem bæjarstjórn skipaði þá. „Í þeim starfshóp var haft í forgrunni að ná þverpólitískri sátt um tillögur hópsins sem höfðu það að markmiði að efla og styrkja umhverfi fræðslumála í Fjarðabyggð til framtíðar litið.“

Segir jafnframt að góð samstaða og samstarf hefi verið í störfum hópsins milli fulltrúa allra flokka en meðal annars sátu oddvitar bæjarstjórnarflokkanna í hópnum. Þá hafi niðurstöður hópsins verið kynntar bæjarfulltrúum líkt og stjórnendum skólanna í Fjarðabyggð áður en stjórnkerfisnefnd afgreiddi tillögu byggða á áðurnefndum niðurstöðum.

„Það voru því mikil vonbrigði þegar bæjarfulltrúi Fjarðalistans tók þá ákvörðun að styðja ekki málið á áðurnefndum bæjarstjórnarfundi og um leið lýsa vantrausti á alla vinnu hópsins og þá um leið alla þá sem að þeirri vinnu hafa komið frá því að hann hóf störf. Í ljósi þess þá hefur Framsóknarflokkurinn í Fjarðabyggð tekið áðurnefnda ákvörðun og hefur tilkynnt oddvita Fjarðalistans um hana,“ segir í tilkynningunni.

Þá segir að framsóknarmenn og sjálfstæðismenn í Fjarðabyggð hafi ákveðið að taka samtal á morgun um stöðu mála í bæjarstjórn Fjarðabyggðar.

 Færsluna má lesa í heild hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka