Bubbi styður Ólaf Jóhann

Bubbi Morthens og Ólafur Jóhann.
Bubbi Morthens og Ólafur Jóhann. Samsett mynd/Kristinn/Eggert mbl.is

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens er áhugasamur um að Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur og fyrrum forstjóri, bjóði sig fram til forseta Íslands.

Á Instagram segir Bubbi: „Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur og maður margra kosta, ég yrði afskaplega sáttur ef hann væri tilbúinn að bjóða sig fram til forseta Íslands.“

Rúmlega 600 manns hafa líkað við færslu Bubba.

Ólafur Jóhann liggur undir feldi og íhugar málið, en hann mun hafa fengið fjölda hvatninga úr öllum áttum. Alma Möller landlæknir er að kanna sína stöðu og Halla Tómasdóttir hefur þegar sagst íhuga forsetaframboð af alvöru.

Búist er við að til tíðinda dragi í framboðsmálum um eða rétt eftir páska.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert