600-800 í Bláa lóninu þegar rýming hófst

Rýming Bláa lónins og hótela þess tók um 40 mínútur.
Rýming Bláa lónins og hótela þess tók um 40 mínútur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Um 600-800 voru í Bláa lóninu og á hótelum Bláa lónsins þegar rýming hófst vegna yfirvofandi eldgoss á Reykjanesskaga í kringum 16 í dag. Eru það gestir lónsins, hótela og starfsfólk.

Þetta staðfestir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu Bláa lónsins, við mbl.is.

Hún staðfestir að rýmingu sé lokið, en hún tók í heild um 40 mínútur að hennar sögn.

Helga segir þetta hafa verið eins og áður, þau hafi fengið boð um að rýma og strax hafi verið brugðist við því.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert