Ekkert sem bendir til eldgoss eins og er

Líklegt þykir að nýtt eldgos hefjist um helgina.
Líklegt þykir að nýtt eldgos hefjist um helgina. mbl.is/Kristinn Magnússon

Nóttin var tiltölulega róleg á umbrotasvæðinu á Reykjanesskaga. 26 skjálftar hafa mælst frá miðnætti við kvikuganginn. 

„Það eru búnir að vera nokkrir smáskjálftar í Sundhnúkagígaröðinni, sem að er bara mjög eðlilegt miðað við stöðu síðustu daga,“ að sögn Hildar Maríu Friðriksdóttur, náttúruvásérfræðings á Veðurstofu Íslands.

„Þetta er bara mjög svipað og það er búið að vera.“

Líkt og áður sagði hafa 26 skjálftar mælst við kvikuganginn frá miðnætti og voru þeir að sögn Hildar allir mjög litlir. 

„Það er ekkert sem bendir til þess að neitt sé að fara skella á akkúrat núna, en við bara fylgjumst vel með.“

Frekari upplýsinga um kvikumagn undir Svartsengi er að vænta í dag. Á fimmtudagsmorgun höfðu um 8,5-9 milljónir rúmmetra af kviku safnast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert