Eldgos líklegt um helgina

Ármann Hösk­ulds­son, eldfjallafræðingur við jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.
Ármann Hösk­ulds­son, eldfjallafræðingur við jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Samsett mynd/Kristinn Ingvarsson/Árni Sæber

Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur við jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, segir enga ástæðu til að ætla annað en að aftur muni gjósa í Sundhnúkagígaröðinni á Reykjanesskaga. Hvort það gerist í dag eða á morgun segir hann óljóst, en hann telur líklegast að það verði um helgina.

„Nema að þetta komist út í Eldvörpum,“ segir Ármann og útskýrir að Svartsengi sé eins konar gildra fyrir kviku og þess vegna séu að verða síendurteknir atburðir þar. Þegar kvikan komist í Eldvörp muni atburðarásin í Svartsengi hætta. Spurður hvers vegna það sé segir Ármann auðveldara fyrir kvikuna að komast upp í Eldvörpum því þar liggi flekaskil Evrasíu og Norður-Ameríkuflekans og leiðin upp að yfirborðinu sé greiðari en í Svartsengi.

Spurður hvað þurfi að gerast til þess að kvikan komist til Eldvarpa segir Ármann endurteknar jarðhræringar einu leiðina. Er það vegna þess að kvika er á vökvaformi og því getur hún ekki brotið sér leið úr Svartsengi í Eldvörp. Leiðin verður aftur á móti greiðari með hverju eldgosinu, því spennan sem myndast þegar gýs á Sundhnúkagígaröðinni gleikkar um leið jarðveginn á svæðinu.

Á ellefta tímanum í gærkvöldi höfðu um sextíu skjálftar mælst á kvikuganginum undanfarinn sólarhring, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Mesta virknin var rétt austan við Sýlingarfell þar sem búist er við fyrstu merkjum um kvikuhlaup.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert