Hera Björk og Bashar mætast í einvíginu

Kántrísmellur eða dansslagari? Hvort vinna Hera Björk eða Bashar Murad …
Kántrísmellur eða dansslagari? Hvort vinna Hera Björk eða Bashar Murad hjörtu Íslendinga? mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hera Björk og Bashar Murad komust áfram í einvígi Söngvakeppni sjónvarpsins í kvöld.

Hera Björk flytur lagið Scared of Heights en Bashar Murad syngur lagið Wild West. Verða lögin tvö flutt aftur og opnað verður fyrir símakosninguna að nýju. 

Atkvæði í fyrri hluta keppninnar vógu helming á móti atkvæðum sjö manna dómnefndar en aðeins almenningur getur kosið milli laganna einvíginu. 

Eftirfarandi lög komust ekki áfram:

  • Bíómynd - VÆB
  • Downfall - ANITA
  • Into The Atmosphere - Sigga Ózk
Mikil stemning er í Laugardalshöll.
Mikil stemning er í Laugardalshöll. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert