Telja kvikuhlaup hafið í Sundhnúkagígaröðinni

Eldgos er tali yfirvofandi á Reykjanesskaga
Eldgos er tali yfirvofandi á Reykjanesskaga mbl.is/Árni Sæberg

Kvikuhlaup er hafið í Sundhnúkagígaröðinni og mælist gosórói þar. Þetta segir Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Eldgos er því talið geta hafist á næstunni.

Landhelgisgæslan er í eftirlitsflugi yfir svæðinu sem stendur.

Skjálftahrina hófst fyrir skömmu

Skjálftavirkni við Sundhnúkagígaröðina jókst upp úr klukkan 16.

Rýming hefur verið boðuð umhverfis Grindavík.

Veður­stof­an gaf það út í til­kynn­ingu á fimmtu­dag­inn að fyr­ir­vari eld­goss gæti verið minni en 30 mín­út­ur. Kæmi kvik­an lík­leg­ast upp á svæðinu milli Stóra-Skóg­fells og Haga­fells.

Eins og mbl.is greindi frá í dag hófst skjálfta­hrina við Kleif­ar­vatn rétt fyr­ir há­degi og hafa tæp­lega 100 smá­skjálft­ar mælst þar. Hrin­an er lík­legast vegna spennu­breyt­inga á Reykja­nesskaga.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka