Hættustig lækkað á tveimur svæðum

Veðurstofa Íslands hefur uppfært hættumat vegna jarðhræringanna á Reykjanesskaga. Í ljósi þróunar á virkninni frá því í gær hefur hættustig verið lækkað á tveimur svæðum.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Veðurstofunnar en svæðin sem um ræðir eru svæði 2 og 3.

Hættumatið gildir til þriðjudags.
Hættumatið gildir til þriðjudags. Kort/mbl.is

Hættustig er óbreytt á öðrum svæðum og er hættumatið nú það sama og var í gildi fyrir atburðarás gærdagsins.

Hættumatið gildir frá því klukkan 13 í dag til þriðjudagsins 5. mars klukkan 15, að öllu óbreyttu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert