Segja kosningaappið til skoðunar

Söngvakeppnin er sýnd á Rúv.
Söngvakeppnin er sýnd á Rúv. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ríkisútvarpið hefur kosningaapp sitt til skoðunar eftir að myndskeið af meintum galla við kosningu í einvígi Söngvakeppninnar var birt á Facebook. Vísir greinir frá.

Hera Björk hafði betur gegn Bashar Murad í einvígi Söngvakeppni sjónvarpsins í kvöld. 

Á myndskeiðinu sem um ræðir má sjá einstakling gera tilraun til að kjósa Bashar Murad en svo virðist sem atkvæðið renni til Heru Bjarkar.

Haft er eftir Rúnari Frey Gíslasyni, framkvæmdastjóra keppninnar, í frétt Vísis að engar aðrar athugasemdir hafi verið gerðar vegna annarra kosningaleiða sem í boði voru. Aftur á móti eigi að skoða með framleiðendum appsins hvort mistök hafi átt sér stað.

Þá tekur hann fram að heildarfjöldi sms-atkvæða hefði ekki haft áhrif á úrslitin. 

Semsagt, þó öll sms atkvæði sem sigurlagið fékk hefðu farið til þess lags sem lenti í 2. sæti, þá hefði það engu breytt um lokaniðurstöðuna,“ er haft eftir Rúnari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert